Meili
HK500 Olíulukt
HK500 Olíulukt
Couldn't load pickup availability
HK500 luktin frá Petromax er líklega frægasta kerosene lukt í heiminum. Með stillanlega lýsingu yfir allt að 400 wött, sameinar luktin magnaða ljósa tækni við fágaða og nostalgíska hönnun. Luktin var fyrst framleidd árið 1910 og hefur heillað fólk út um allan heim síðan og er svo endingargóð að hún erfist á milli kynslóða.
Luktin er ekki einungis fyrir unnendur útivistar og kósýheita, heldur hefur hún verið notuð af hjálparsamtökum og herdeildum við virkilega erfiðar aðstæður, enda er hún sérstaklega sterkbyggð og þolir hvaða veðuraðstæður sem er.
Hvernig virkar þetta?
Framúrskarandi ljósframleiðsla lampans kemur frá einfaldri meginreglu: Jarðolíu er beint undir þrýstingi inn í karburator, eldsneytið sem gufar upp ,hvarfast í ljóma sem gegndreypt er með lýsandi söltum í bjart, heitt ljós. Til þess að þessi regla virki fullkomlega er lampinn, sem samanstendur af yfir 200 einstökum hlutum, samsettur í höndunum.
Hægt er að kaupa alla varahluti í luktina sér og auk þess er hægt að bæta við allskonar aukahlutum, til dæmis getur þú breytt lampanum í prímus eða hitara.
Share









