Um okkur

Meili ehf er ungt fjölskyldufyritæki sem hefur það markmið að koma fólki meira út í náttúruna. Við trúum því að hægt sé að búa til ógleymanlegar minningar með því að færa venjulegar athafnir út, eins og til dæmis eldamennsku. 

Við brennum fyrir útivist og ævintýrum og elskum að gera einföldu stundirnar einstakar. 

Einar Aron er menntaður rennismiður, björgunarsveitarmaður og fjallagarpur, með einstakan áhuga á því að kveikja bál og er mikill græjukall.

Elísabet Ýr er náttúruverndarfræðingur og fjallaleiðsögukona, með mikla ferðareynslu og útivistarreynslu á bakinu.