Petromax
Dutch oven/ Steypujárnspottur
Dutch oven/ Steypujárnspottur
Couldn't load pickup availability
Klassík mætir nútímanum.
Steypujárnspopttarnir frá Petromax, einnig kallaðir "Dutch oven" byggja á aldagamalli hefð en þeir hafa verið notaðir til eldamennsku frá 19.öld. Petromax hefur tekið þessa hönnun og nútímavætt með smáatriðum sem gera eldamennskuna auðveldari fyrir þig. Þar má nefna handfang til að lyfta pottinum á auðveldan hátt, fætur sem gera hann einstaklega stöðugan þegar eldað er úti og hann hefur verið meðhöndlaður þannig að það er hægt að nota hann strax og hann kemur úr umbúðunum. Hönnun loksins býður einnig uppá það að snúa því við og nota sem pönnu eða setja kol á toppinn til að búa til jafnan hita allan hringinn, fullkomið til þess að baka brauð til dæmis.
Steypujárnið sér um að halda góðum hita og leiða hann jafnt um pottinn.
Hægt er að fá pottana með sléttu undirlagi eða á þremur löppum.
Pottarnir henta í fjölbreytta eldamennsku, hvort sem það er yfir eldi, á grilli, útieldhúsi eða bara ofninum heima.
ATH! pottarnir með löppum henta ekki á eldavélahellur, en eru sérhannaðir á misjafnt undirlag. T.d. beint á varðeldinn.
Vel meðhöndlaður gæða steypujárnspottur endist kynslóða á milli
Share





